24.5.2007 | 23:06
YouTube - ekki bara drasl og klám?
Stundum leiðist manni í vinnunni (hemm) og þá vill maður oft vafra aðeins um vefinn. Í dag rápaði ég inn á YouTube, sem ég hef yfirleitt ekki skoðað mikið. Þar fann ég þá Barats og Bereta, sem eru yngri en ég og talsvert fyndnari menn. Þeir búa til stuttar grínmyndir fyrir netið og það verður að segjast að ég hló eins og fáviti yfir hádegismatnum í dag. Skoðið þá hér. Í sérlegu uppáhaldi hjá mér eru "Mother's Day", "Theme Song" og "Completely Uncalled For". Ég komst að því að þeir skrifuðu þátt fyrir NBC sem ekki komst á dagskrána... spurning hvort sá er fáanlegur á netinu einhvers staðar.
Kvöldmaturinn: Heimatilbúin pizza, með deigi úr pizzaeldhúsinu í Whole Foods. Splæsti m.a.s. í prosciutto til að setja ofan á. Mmm.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)