28.5.2007 | 15:19
Svækja, kóf, o.s.frv.
Sumarið er komið hérna í Washington, DC og það þýðir 100% rakastig og 33 stiga hita. Ojbara og ullabjakk. Ef ég gæti eytt vetrunum hér og sumarmánuðunum á Íslandi væri það hið besta mál. Það er einfaldlega ekki hægt að gera ráð fyrir því að eðlilegt fólk fúnkeri fyllilega í svona svækju. Ég horfi öfundaraugum á Veðurstofu Íslands (flott ný heimasíðan þeirra...) og 10-14 stiga hitann á höfuðborgarsvæðinu. Þið Íslendingar vitið ekki hvað þið hafið það gott. Íslensk sumur eru fyrsta flokks. Enn betra er að þurfa bara að húka í flugvél í 2-3 tíma til að komast í suður-evrópsk sumarveður.
Það er þriggja daga helgi hér, þar sem dagurinn í dag er Memorial Day - enn ein ástæða Kananna til að drekkja sér í föðurlandsást, syngja þjóðsönginn og klæðast ameríska fánanum á einhvern óviðeigandi hátt. Ekki kvarta ég - alltaf gott að fá frí í vinnunni á mánudögum
Íslandsferðin nálgast óðfluga. Ég sest upp í Icelandairvélina á fimmtudagskvöld og snemma morguninn eftir rúlla ég inn að fríhöfninni í Keflavík. Það verður gott að komast heim í gott frí, heilar þrjár vikur. Eitt stykki brúðkaup, eitt stykki MR-reunion, útilega, 17. júní... gott fyrir geðheilsuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.